Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett reglugerð um baðstaði í náttúrunni með það að markmiði að stuðla að fyrirbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi notenda, bættum hollustuháttum og heilnæmi vatns. 

Baðstaðir verða flokkaðir eftir rekstrarformi og aðsókn baðgesta yfir árið. Baðstaðir í 1. og 2. flokki þurfa að hafa starfsleyfi gefið út af heilbrigðisnefnd og skal rekstraraðili tryggja að skilyrði reglugerðarinnar, sem og reglugerðar um sund- og baðstaði eftir því sem við á, séu uppfyllt. Reglur varða t.d. öryggi notenda, innra eftirlit, upplýsingasíðu fyrir almenning á vef Umhverfisstofnunar og örverufræðilegar rannsóknir. Viðmið fyrir heilnæmi og gæði baðvatns á baðstöðum í náttúrunni eru sett fram í Viðauka I með reglugerðinni en þau eru samhljóða settum viðmiðum í baðvatnstilskipun Evrópusambandsins sem gildir víðast hvar um Evrópu. Einnig segir að taka skuli saman upplýsingar um baðstaði og skulu þær aðgengilegar baðgestum sbr. Viðauka II með reglugerðinni en það er einnig samhljóða fyrrnefndri baðvatnstilskipun. Reglugerðin byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.“