Stök frétt

CRI í Svartsengi
Eftirlitsskýrslur eru innan málshraðaviðmiða það sem af er ári. Eitt af áhersluverkefnum eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar í ár er aukinn málshraði og bætt þjónusta. Á síðasta ári var meðal skilatími lokaskýrslna til eftirlitsþega 61 dagur. Í ár hefur teymið sett sér það markmið að lækka þennan meðaltíma niður í 45 daga, en þess má geta að innan þessa málshraðatíma er 2 vikur sem rekstraraðilar hafa til þessa að setja fram athugasemdir við skýrsludrögin. 

Nú við upphaf maímánaðar hefur eftirlitsteymið lokið 11 eftirlitsferðum af þeim 91 sem fyrirhugaðar eru á árinu. Meðaltals málshraði þeirra eftirlitsskýrslna sem lokið er, eru 27 dagar. Það stefnir því í að málshraðaviðmiði ársins verði náð, en þess má geta að tími sumarleyfa er framundan og veldur hann að öllum líkindum einhverjum töfum á skýrsluskilum. Meiri metnaður og skipulagðari vinnubrögð eftirlitsteymisins eru því að skila sér vel til eftirlitsþeganna og með þessum hætti höfum við náð að bæta þá þjónustu sem við erum að veita.