Stök frétt

Nýjar merkingar eru að ryðja sér til rúms á hættulegum efnum og efnablöndum. Þær eru samræmdar á heimsvísu og eru innleiddar á Íslandi í gegnum reglugerð Evrópusambandsins. Umhverfisstofnun hélt kynningu af því tilefni þann 27. mars á fyrirhuguðum breytingum á flokkun og merkingu efnablandna. Breytingarnar hafa áhrif á rekstur margra fyrirtækja sem þurfa að breyta merkingum á vörum sem fara á markað eftir 1. júní 2015. 

Kynningarfundurinn var vel sóttur auk þess sem að gefinn var kostur á að fylgjast með í gegnum fjarfundarbúnað. Fyrirlestrarnir eru nú aðgengilegir á heimasíðu Umhverfisstofnunar.