Stök frétt

Höfundur myndar: Jóhann Óli Hilmarsson

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. 

Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands 

 Dagskrá

  • 11:00 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna. 
  • 11:05 - 11:35 Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum Íslands. 
  • 11:35 - 11:50 Erindi frá bónda sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi sínu. (Sveinn S. er að leita eftir staðfestingu frá flutningsmanni)
  • 11:50 - 12:10 Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd. Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suð-Austurlands. 
  • 12:10 - 13:00 Hádegishlé. Súpa og brauð. 
  • 13:00 - 13:40 Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi. Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kulturminneforskning (NIKU) 
  • 13:40 - 14:00 Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar 2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. 
  • 14:00 - 14:15 Afstaða bænda til málsins. Bændasamtök Íslands (verið að finna flutningsmann). 
  • 14:15 - 15:00 Pallborðsumræður. 
  • 15:00 Ráðstefnuslit og kaffi. 

 Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í umhverfisráðuneytinu.