Stök frétt

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í gagnateymi. Helstu verkefni sérfræðingsins verða að koma á fót gagnahögun um stöðu umhverfismála, gerð gagnagrunna, umsjón með þarfagreiningum, gerð vegvísa fyrir helstu kerfi stofnunarinnar og umsjón með aðlögunum í MS Sharepoint. 

Sérfræðingurinn mun starfa innan gagnateymis og í samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunar, einkum í gagnagrunnsmálum. 

Leitað er að starfsmanni með háskólamenntun og/eða sterka faglega þekkingu á gagnagrunnsmálum. Þá þarf hann að hafa getu til að vinna með breiðum hópi sérfræðinga. Að öðru leyti verða eftirfarandi hæfniskröfur hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni: 

  • Þekking á forritun og hönnun SQL gagnagrunna 
  • Þekking á forritun og/eða tæknilegum lausnum sem streyma gögnum úr gagnagrunnum á vef 
  • Forritunarþekking á MS Sharepoint og þekking á Filemaker gagnagrunnum er kostur 
  • Þekking á hagnýtingu upplýsingatækni við gagnaöflun og framsetningu gagna 
  • Reynsla og þekking í beitingu aðferðafræði við þróun hugbúnaðarlausna 
  • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar • Góð kunnátta í ensku 
  • Áhugi á umhverfismálum 

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Áki Ármann Jónsson sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Ástríði E. Jónsdóttur teymisstjóra í síma 591 2000. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. 

Æskilegt er að sérfræðingurinn geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða hans getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. 

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 20. apríl 2015 og skulu umsóknir sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.