Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið við útgáfu og dreifingu á olíudagbókum, I. og II. hluta, og sorpdagbók. Stofnunin hefur endurskoðað dagbækurnar með tilliti til þeirra breytinga sem samþykktar hafa verið hjá Alþjóðasiglingamálastofnuninni og innleiddar hafa verið í viðeigandi viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum (MARPOL). 

Bækurnar eru nú tilbúnar til afhendingar og er hægt að nálgast þær í afgreiðslu Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24. Verð á hverri dagbók er kr. 1.900