Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að nú er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Á rafrænu eyðublaði koma fram þær upplýsingar sem koma eiga fram í umsókn um slíka starfsemi samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Einnig er á sama hátt hægt að sækja um á rafrænan hátt starfsleyfi fyrir urðunarstaði

Taki nýr aðili við starfsleyfisskyldum rekstri getur hann sótt um að fá starfsleyfi fært yfir á sig án þess að gefið sé út nýtt starfsleyfi. Til að sækja um slíka færslu þarf að fylla út umsóknareyðublað og senda undirritað til útgefanda starfsleyfisins. 

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að nú er hægt að sækja um leyfi fyrir framkvæmdum á friðlýstum svæðum í gegnum heimasíðu stofnunarinnar en leyfi Umhverfisstofnunar þarf til framkvæmda þar sem hætta er á að spillt verði friðlýstum náttúruminjum. Rafræn eyðublöð eru fyrir umsókn um leyfi til framkvæmda, ljósmynda- og kvikmyndatökur, rannsóknarleyfi og ljósmyndaleyfi friðaðra fugla.