Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir birgðastöð Olíudreifingar ehf. á Litla-Sandi í Hvalfirði. Umsagnarfrestur um tillöguna var til 5. janúar 2015. Tvær umsagnir bárust. 

Gerðar voru lítilsháttar breytingar á texta leyfisins frá auglýstri tillögu. Vegna þess að deiliskipulag hefur ekki borist fyrir stöðina er starfsleyfið aðeins gefið út til fjögurra ára en það er samkvæmt fyrirmælum í reglugerð. Þá er heildargeymarými tilgreint í starfsleyfinu, en ekki aðeins rýmd stærsta geymis. Starfsleyfið er annars á svipuðum forsendum og hjá öðrum olíubirgðastöðvum sem hafa leyfi til að geyma bensín. 

Með þessari frétt fylgir greinargerð, þar sem nánar er farið yfir auglýsingu á tillögunni og meðferð athugasemda.

Tengd gögn