Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir birgðastöð Olíudreifingar ehf. á Litla-Sandi í Hvalfirði en núverandi leyfi er að renna út. Sú breyting hefur orðið á málefnum stöðvarinnar að Olíudreifing telur að reynslan hafi sýnt að ekki er þörf á undanþágu í stöðinni vegna svonefndra VOC-efna, samanber kröfur í reglugerð nr. 252/1999, um varnir við losun rokgjarnra lífrænna efnasambanda (VOC), við geymslu á bensíni og dreifingu þess frá birgðastöðvum til bensínstöðva. Undanþágunnar þurfti með vegna þess að ekki lá fyrir að gufuendurnýtingartæki í stöðinni væri fullnægjandi með tilliti til krafna í reglugerðinni. Gerð er krafa um það í starfsleyfistillögunni núna að kvörðuð mæling fari fram á virkni búnaðarins og sýnt sé fram á að hann uppfylli kröfur reglugerðarinnar. 

Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, á tímabilinu frá 10. nóvember til 5. janúar 2015. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar ásamt fylgigögnum. Umsagnarfrestur um tillöguna er til 5. janúar 2015. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna á auglýsingatíma. Þær eiga að vera skriflegar og berast til Umhverfisstofnunar.

Tengd gögn