Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Aðeins fyrir efni um Kratus
Umhverfisstofnun hefur áminnt Kratus ehf. og krafist úrbóta vegna fráviks sem kom í ljós við eftirlit. Fyrirtækinu var veittur frestur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og tækifæri til að bregðast við athugasemdunum. 

Frávikið sem áminnt var fyrir

  1. Frágangur á úrgangi (saltkökur – sjá skýringu að neðan) á lóð var ekki í samræmi við ákvæði starfsleyfis. 

Stofnunin taldi úrbótaáætlun frá 5. nóvember 2013 ófullnægjandi og gerði því frekari kröfur. 

Umhverfisstofnun veitti rekstraraðila, með bréfi dagsettu þann 8. nóvember 2013, frest til 21. nóvember til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og skila inn tímasettri áætlun til úrbóta. Þann 24. janúar hafði stofnuninni ekki borist slík áætlun. 

Sinni Kratus ehf. ekki tilmælum Umhverfisstofnunar innan tilskilins frests er stofnuninni heimilt að ákveða rekstraraðila dagsektir allt að upphæð 500.000 kr. á dag þar til úr er bætt. Einnig getur stofnunin gripið til frekari aðgerða. 

Saltkaka myndast í endurvinnslu álgjalls. Endurvinnslan felst í því að endurbræða álgjall að viðbættu salti sem skilur álið frá gjallinu. Hreint ál er þá tappað af ofninum en restin kallast saltslag eða saltkaka. Saltkökunni er tappað af ofninum í ker þar sem að hún er kæld og myndar þá fast efni. Innihald saltkökunnar er fyrst og fremst áloxíð (Al2O3) og salt (NaCl) en auk þess eru fleiri álsambönd og kalíumsalt (KCl) í minna mæli. Saltkakan flokkast sem spilliefni þar sem að hætta er á að það myndi eldfimt gas í hættulegu magni í snertingu við vatn.

 Tengt efni