07. nóvember 2013 | 10:00
Flúor í Reyðarfirði: Lokun tímabundinnar upplýsingasíðu
Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði sumarið 2012 leiddi í ljós hækkaðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Af því tilefni sendi Umhverfisstofnun tilkynningu á fjölmiðla þann 5. október 2012 í samræmi við frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Þá var opnuð tímabundin upplýsingasíða þar sem birtar voru allar upplýsingar er málið varðaði. Nú verður þeirri síðu lokað en allar upplýsingar sem þar voru birtar er að finna hér að neðan í fréttinni.
Vegna þessa máls voru gerðar breytingar á umhverfisvöktun í Reyðarfirði sem tóku gildi síðastliðið sumar og eru nú hluti af venjubundnu eftirliti með starfseminni. Allar eftirlitsskýrslur, mælingar og niðurstöður vöktunar eru aðgengilegar á síðu um eftirlit með Alcoa í Reyðarfirði. Umhverfisstofnun er með sambærilegar síður um öll þau fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlit með.
Upplýsingar um málið
Tenglar
- Niðurstaða Umhverfisstofnunar (PDF, 210 KB)
- Erindi Alcoa vegna álits MAST (PDF, 227 KB)
- Beiðni til MAST ásamt gögnum (PDF, 221 KB)
- Álit MAST ásamt fylgiskjölum (PDF, 429 KB)
- Greinargerð Alcoa janúar 2013 (með fylgiskjölum) (PDF, 186 KB)
- Eftirlitsskýrsla 11. október 2012 (PDF, 213 KB)
- Greining á flúor í sláturfé (PDF, 66 KB)
- Skýrsla dýralæknis um rannsókn á grasbítum (PDF, 126 KB)
- Ársfjórðungsskýrsla júlí-september 2012 (PDF, 619 KB)
- Greinargerð Alcoa Fjarðaráls vegna aukins styrks flúor í Reyðarfirði (PDF, 180 KB)
- Mælingar á styrk flúors í korni og grænmeti (PDF, 260 KB)
- Greiningar á flúor í grasi í Reyðarfirði sumarið 2012 (PDF, 900 KB)
- Greiningar á flúor í heyi í Reyðarfirði - viðbótarrannsókn 2012 (PDF, 890 KB)
- Flúor undir mörkum í heyi (mast.is) - 22.10.2012
- Vöktun flúors í Reyðarfirði (mast.is) - 19.10.2012
- Upplýsingar um eftirlit með Alcoa Reyðarfirði
Fréttir