Stök frétt

Umhverfisvöktun vegna álvers Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði sumarið 2012 leiddi í ljós hækkaðan styrk á flúor í grasi í firðinum. Af því tilefni sendi Umhverfisstofnun tilkynningu á fjölmiðla þann 5. október 2012 í samræmi við frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Þá var opnuð tímabundin upplýsingasíða þar sem birtar voru allar upplýsingar er málið varðaði. Nú verður þeirri síðu lokað en allar upplýsingar sem þar voru birtar er að finna hér að neðan í fréttinni.

Vegna þessa máls voru gerðar breytingar á umhverfisvöktun í Reyðarfirði sem tóku gildi síðastliðið sumar og eru nú hluti af venjubundnu eftirliti með starfseminni. Allar eftirlitsskýrslur, mælingar og niðurstöður vöktunar eru aðgengilegar á síðu um eftirlit með Alcoa í Reyðarfirði. Umhverfisstofnun er með sambærilegar síður um öll þau fyrirtæki sem stofnunin hefur eftirlit með.

Upplýsingar um málið

Tenglar

Fréttir