Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Haldinn verður opinn kynningarfundur í Bæjarþingsal Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, Akranesi 16. sept. kl. 17:30. Allir eru velkomnir. 

Fjallað verður um tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Tillöguna, ásamt umsókn er hægt að fá á bæjarskrifstofu Akraneskaupstaðar og sömuleiðis hjá Umhverfisstofnun.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 23. september 2013. Skulu þær sendar til Umhverfisstofnunar og vera skriflegar.