Helstu verkefni lögfræðingsins verða lögfræðileg álit, leiðbeiningar og undirbúningur stjórnvaldsákvarðana á verkefnasviði stofnunar, einkum að því er varðar mengandi starfsemi, framkvæmda á friðlýstum svæðum og veiðistjórnun. Einnig er gert ráð fyrir greiningum á löggjöf Evrópusambandsins um umhverfismál, umsögnum um stjórnsýslukærur, þingmál o.fl.
Gerð er krafa um kandídatspróf eða grunnprófs auk meistaraprófs í lögfræði ásamt, góðri færni í íslensku, bæði ritaðri og talaðri sem og lipurð i mannlegum samskiptum. Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni:
Næsti yfirmaður lögfræðingsins er Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða starfsmannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellur eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is eigi síðar en 26. ágúst 2013.
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.