08. júlí 2013 | 09:02
Starfsleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri ehf.
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri ehf. Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir fiskeldið á tímabilinu 3. apríl til 29. maí s.l. Ein athugasemd barst við tillöguna. Athugasemdin varðaði vatnsnýtingu og var henni komið á framfæri við Orkustofnun með vísan í vatnalög nr. 15/1923 og auðlindalög nr. 57/1998.
Nýja starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. júlí 2029.