Höfundur myndar: Ragnhildur Zoega
Dagbjört Bjarnadóttir oddviti sveitastjórnar Skútustaðahrepps hafði samband við Umhverfisstofnun síðastliðið mánudagskvöld með það erindi hvort stofnunin gæti metið hversu mikið verk það væri að koma svæðinu í það ástand að öruggt væri fyrir ferðamenn að fara um svæðið. Einnig hvort stofnunin gæti komið að þeirri framkvæmd í samstafi við Skútustaðahrepp og Landeigendur Reykjahlíðar ehf.
Umhverfisstofnun tók jákvætt í beiðnina og voru starfsmenn stofnunarinnar mættir á Leirhnjúkssvæðið rétt fyrir hádegi daginn eftir. Landeigendur Reykjahlíðar ehf. útvegaði efnivið. Starfsmenn Skútustaðahrepps fluttu timbur á svæðið og útveguðu svolítið af áhöldum.
Byrjað var á því að leiða fólk frá lífshættulegum svæðum, setja upp kaðlagirðingar á háhitasvæðinu og moka snjó af pöllum. Síðan voru ónýtir pallar færðir frá, nýir pallar settir upp til bráðabirgða , gert við skemmda palla, varúðar og staðsetningarskilti uppfærð. Síðast þá voru lokunarskiltin fjarlægð af svæðinu að ósk formanns Landeigenda Reykjahlíðar ehf.
Innviðirnir eru ekki fullfrágengnir en þó í góðu lagi, t.d. voru handrið ekki löguð og sums staðar eru pallarnir ekki alveg láréttir. Eftir er að flytja ónýtu innviðina af svæðinu.
Nauðsynlegt er að hafa eftirlit með svæðinu sérstaklega þar sem enn er um þriggja metra þykkur skafl sunnan við Leirhnjúk sem göngustígurinn liggur ofan á og stórhættulegar gjár undir snjónum ögn sunnar.
Hér sannaðist að samvinna getur lyft grettistaki!
![]() |
![]() |
Snæviþakir pallarnir Ljósmyndari: Bergþóra Kristjánsdóttir |
Afraksturinn Ljósmyndari: Bergþóra Kristjánsdóttir |
![]() |
![]() |
Pallarnir fyrir Ljósmyndari: Ragnhildur Zoega |
Pallarnir eftir Ljósmyndari: Ragnhildur Zoega |
![]() |
![]() |
Skilti fyrir Ljósmyndari: Ingvar Einarsson |
Skilti eftir Ljósmyndari: Ingvar Einarsson |