Umhverfisstofnun stendur fyrir opnum kynningarfundi um breytt fyrirkomulag við tollafgreiðslu raf- og rafeindatækja mánudaginn 24. júní 2013, að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð kl. 15.
Einnig verður hægt að fylgjast með útsendingu af fundinum á netinu. Vinsamlega sendið inn skráningu á netfangið ust@ust.is og tilgreinið hvort þið komið á staðinn eða óskið eftir að fylgjast með í gegnum netið. Upptaka af fundinum verður aðgengileg á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Tækifæri gefst til fyrirspurna að loknu hverju erindi.