Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur að ósk rekstraraðila breytt ákvæði starfsleyfis Silfurstjörnunnar hf í Öxarfirði. Stofnunin auglýsti breytingartillögu á tímabilinu 5. apríl til 31. maí 2013 þar sem heimild til fiskeldis er breytt þannig að ekki sé tilgreint hámark fyrir hverja tegund sem heimilt er að ala án þess að framleiðsluheimildinni sé neitt breytt í heild. Frestur til að gera athugasemdir var til 31. maí s.l. Engin athugasemd barst um þessa tillögu.

Starfsleyfið gildir til 1. júlí 2017.