Höfundur myndar: Ferdi Rizkiyanto
Alls tóku 212 manns þátt í getrauninni.
Getraunin var byggð á upplýsingum sem komu fram á veggspjöldum á sýningu sem Umhverfisstofnun var með á Hátíð hafsins um áhrif mannsins á hafið, strendur og lífríki hafsins.
Óhreinsað skólp getur haft áhrif á nýtingu strandsvæða til útivistar og ferðamennsku. Í Reykjavík og nágrenni er fyrsta stigs hreinsun á skólpi, en víða um land er engin hreinsun á skólpi.
Lyfjaleifar geta borist út í umhverfið með skólpi og í skólpi á Íslandi hafa meðal annars fundist leifar af verkja- og bólgueyðandi lyfjum, hjartalyfjum og þvagræsilyfjum. Þekkt er að lyfjaleifar geta haft hormónaraskandi áhrif.
Ýmsar snyrti- og hreinlætisvörur innihalda efnis em geta haft skaðleg áhrif á heilsu og umhverfi. Þessi efni berast út í umhverfið með vatni sem við notum í okkar daglega lífi. Það er því mikilvægt að við vönduð vel valið á slíkum vörum og notum í hófi sápur, krem, snyrtivörur og aðrar vörur sem í geta verið skaðleg efni.
Rétt svör við getrauninni eru þessi:
Halldóra Freygarðsdóttir og Bjarki Sigurðsson