03. júní 2013 | 09:47
Starfsleyfistillaga Síldarvinnslunnar
Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Síldarvinnslunnar hf. fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, Reykjanesbæ. Stofnunin hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1200 tonnum af hráefni á sólarhring, sem er stækkun úr 900 tonnum af hráefni á sólahring í gildandi leyfi. Þessi stækkun hefur verið tilkynnt til Skipulagsstofnunar. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að þessi afkastaukning fiskimjölsverksmiðunnar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Tillagan mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, á tímabilinu 3. júní til 29. júlí 2013. Tillöguna og fylgiögn má einnig nálgast hér fyrir neðan.
Ekki er áformað að boða til almenns kynningarfundar (boragarafundar) um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 29. júlí 2013.
Gögn