23. apríl 2013 | 11:26
Alþjóðlegur dagur hávaðavitundar
Miðvikudaginn 24. apríl verður í 18. sinn alþjóðlegur dagur hávaðavitundar (international noise awareness day). Með deginum vilja Evrópsku hljóðvistarsamtökin (European Acoustics Association, EAA) og fleiri samtök vekja athygli á hættunni sem fylgir langtímaáhrifum af hávaða, m.a. heyrnarskerðingu. Í tilefni dagsins hafa samtökin lagt fram uppskrift að hljóðláta kúrnum sem sagt er að hafi jákvæð áhrif á heilsu og heilbrigði.
Hjóðláti kúrinn
Í dag frá 14:15 – 14:16 verða 60 sekúndur án hávaða. Á þessari mínútu er fólk hvatt til að velta fyrir sér áhrifum hávaða á heilsu og heilbrigði sitt, um leið og örlítið hlé verður á daglegum hávaða í umhverfinu.
Hljóðláti kúrinn
- Taktu eftir hávaðanum sem þú skapar og virtu rétt nágrannans á frið og ró.
- Lækkaðu í útvarpinu og spilara með heyrnatólum um tvö stig.
- Lækkaðu í sjónvarpinu um eitt stig.
- Ekki nota bílflautuna, nema í viðeigandi aðstæðum.
- Vertu meðvituð/-aður þegar þú ferð á hávaðasama íþróttaviðburði, veitingastaði, rokktónleika og skemmtistaði og íhugaðu að nota eyrnatappa eða álíka vörn fyrir heyrnina.
- Veldur frekar hljóðlátari afþreyingu í stað hávaðasamari, s.s. göngutúr, heimsókn á bókasafn og söfn.
- Óskaðu eftir því að tónlistin sé lækkuð á líkamsræktarstöðinni.
- Óskaðu eftir að hljóðið sé lækkað í kvikmyndahúsinu.
- Notaðu viðeigandi heyrnarhlífar ef þú verður að vera í hávaðasömu umhverfi (t.d. garðsláttur).
- Slökktu á sjónvarpinu á meðan kvöldmaturinn stendur yfir og eigðu rólegar samræður í staðinn.
- Nýttu þér fríar heyrnarmælingar.
- Dreifðu boðskapnum um hættur hávaðans.
Munum svo: ein mínúta án hávaða kl. 14:15 – 14:16 þann 24. apríl.