15. apríl 2013 | 15:34
Ársfundur Umhverfisstofnunar
Yfirskrift fundarins að þessu sinni er: Hvað gerist á 10 árum í umhverfismálum? Á fundinum verður farið yfir árangurinn af stefnu Umhverfisstofnunar síðastliðin fimm ár (2008-2012) og ný stefnumótun og skipulag til næstu fimm ára kynnt. Miklar breytingar voru gerðar á stofnuninni í kjölfar stefnumótunar árið 2008 og mikill metnaður um að efla og bæta stofnunina enn frekar á næstu fimm árum. Fundurinn fer fram þann 19. apríl á Grand Hótel og hefst kl. 9:45 með grænum drykkjum og stendur yfir til kl. 12:00. Allir velkomnir. Fundurinn verður sendur út í beinni útsendingu á umhverfisstofnun.is.
Dagskrá
- 10:00 – Setning fundar
- 10:02 – Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
Fimm ár aftur
- 10:12 – Kristín Linda Árnadóttir: Fimm ár aftur
- 10:22 – Sigríður Kristjánsdóttir: Hert eftirlit
- 10:25 – Elva Rakel Jónsdóttir: Svanurinn
- 10:28 – Ástríður Elín Jónsdóttir: Gæðakerfið og flokkun úrgangs
- 10:31 – Kristján Geirsson: ETS
- 10:34 – Jóhanna Weisshappel: Vatn
- 10:37 – Hjalti Guðmundsson: Framkvæmdir og merkingar á friðlýstum svæðum
- 10:42 – Kristinn Már Ársælsson: Upplýsingamiðlun og grænn.is
- 10:47 – Sigrún Ágústsdóttir: Friðlýsingar:
- 10:50 – Bjarni Pálsson: Samráð í veiði
- 10:53 – Sigrún Valgarðsdóttir: Hugmyndafræði um að auglýsa störf án staðsetningar
Fimm ár fram
- 10:57 – Kristín Linda Árnadóttir: Fimm ár fram
- 11:07 – Áki Ármann Jónsson: Þjónusta
- 11:14 – Sigrún Ágústsdóttir: Samþætting
- 11:21 – Gunnlaug Einarsdóttir: Sjálfbærni
- 11:28 – Ólafur A. Jónsson: Náttúra
- 11:35 – Ari Eldjárn
- 12:00 - Lok ársfundar
Fundarstjóri er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.
