Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nú metið þær aðgerðir og verndarráðstafanir sem farið hefur verið í á þeim svæðum sem sett voru á Rauða listann árið 2010. Einnig hefur stofnunin endurskoðað ástand annarra friðlýstra svæða og hafa nokkur þeirra svæða sem voru á rauðum lista árið 2010 nú færst yfir á appelsínugulan lista vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til á svæðunum. Þessi svæði eru Dyrhólaey, Grábrókargígar, Gullfoss og Surtarbrandsgil. Tvö svæði sem voru á appelsínugulum lista árið 2012 hafa hinsvegar færst upp á rauðan lista og eru það verndarsvæði Mývatns og Laxár ásamt Laugarási. Fjögur ný svæði hafa bæst við appelsínugula listann en þau eru Skútustaðagígar, Skógafoss, Háubakkar og Rauðhólar. Tvö svæði eru dottin út af lista, Dynjandi og Hraunfossar. Önnur svæði eru óbreytt á milli ára og eru nú sex svæði á rauðum lista stofnunarinnar og 14 á appelsínugulum lista.  
 Verndarstaða 2010  Verndarstaða 2012
 Dyrhólaey Dyrhólaey 
 Friðland að Fjallabaki  Friðland að fjallabaki 
 Geysir Geysir 
 Grábrókargígar Grábrókargígar 
 Gullfoss Gullfoss 
 Helgustaðanáma Helgustaðanáma 
 Hveravellir     Hveravellir 
 Reykjanesfólkvangur Reykjanesfólkvangur 
 Surtarbrandsgil Surtarbrandsgil 
 Teigarhorn Teigarhorn 
 Dynjandi Svæðið er dottið út af lista 
 Eldborg í Bláfjöllum Eldborg í Bláfjöllum 
 Fossvogsbakkar Fossvogsbakkar 
 Geitland Geitland 
 Hraunfossar Svæðið er dottið út af lista 
 Kringilsárrani Kringilsárrani 
 Laugarás Laugarás 
 Verndarsvæði Mývatns og Laxár Verndarsvæði Mývatns og Laxár 
Svæðið var ekki á lista 2010 Skútustaðagígar 
Svæðið var ekki á lista 2010  Skógafoss
Svæðið var ekki á lista 2010   Háubakkar
Svæðið var ekki á lista 2010  Rauðhólar

Sumarið 2013 er stórt framkvæmdasumar fyrir friðlýst svæði á Íslandi. Aldrei hefur meira fjármagni verið veitt til úrbóta á friðlýstum svæðum en árið 2013 og svo sannarlega ekki vanþörf á. Umhverfisstofnun hefur á fjárlögum fengið um 149 milljónir króna til að standa fyrir úrbótum á friðlýstum svæðum en ljóst er að líkt og rauði listinn gefur til kynna að brýn nauðsyn er að sporna við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað á umræddum svæðum. Þó svo að framkvæmdir ársins 2013 munu skila töluverðum árangri í átt að því að útrýma svæðum á rauðum lista er enn töluvert í land. Ef fram fer sem horfir við framkvæmd verndarráðstafana má gera ráð fyrir að í árslok 2013 verði eftirtalin svæði enn á rauðum lista:

Gera má ráð fyrir að eftirtalin svæði verði á svokölluðum appelsínugula lista yfir svæði sem þarf sérstaklega að fylgjast með þannig að þau glati ekki verndargildi sínu í árslok 2013:

Friðlýst svæði á Íslandi eru í lok árs 2012 eru 109 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða sambland framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest en friðlýst svæði eru oft vinsælir áfangastaðir ferðamanna. Samkvæmt heimildum Ferðamálastofu þá jókst ferðamannastraumur til landsins um hundrað þúsund manns á milli ára 2011 og 2012 og voru tæplega 620.000 í lok árs 2012. Ef spár um komur ferðamanna til landsins ganga eftir þá munu Íslendingar innan fárra ára taka á móti einni milljón ferðamanna. Samtímis tvöföldun í komum erlendra ferðamanna síðastliðinn áratug og fjölgun innlendra ferðamanna er ljóst að stuðla þarf að umbótum á friðlýstum svæðum, auka landvörslu og efla fræðslu.