Svansmerktar prentsmiðjur eru nú orðnar tíu talsins og því ætti enginn að lenda í vandræðum með að verða sér úti um Svansmerkt prentverk.
Litróf Prentmyndagerð var stofnuð árið 1943 af Eymundi Magnússyni og á því stórafmæli á árinu. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er nú með fullkominn búnað til prentunar og frágangs hinna ýmsu prentgripa.
Prentsmiðjan Litróf var eitt fyrsta fyrirtækið til að afla sér upplýsinga um Svaninn og hefur um langan tíma fylgst vel með umhverfismálum.
Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur eru mjög strangar, sérstaklega hvað varðar efnanotkun, sem er þýðingarmesti umhverfisþátturinn í rekstri prentsmiðja en auk þess er:
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem byggist á óháðri vottun og skilyrðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Tilgangur Svansins er að ýta undir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og við til að mæta þörfum sínum. Alls er hægt að votta um 70 mismunandi vöru- og þjónustuflokka.