Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Umhverfisstofnun hefur gefið út upplýsingabækling um gerð vöktunaráætlana fyrir fiskeldisstöðvar. Í bæklingnum eru áherslur við gerð vöktunaráætlana. Tilgangur vöktunar er að kanna hvort tiltekin losun mengandi efna hefur áhrif á umhverfið. 

Mest snýr vöktunin að því hvort frárennsli, úrgangslosun, fóður- og lyfjaleifar séu að breyta umhverfisþáttum í ferskvatni eða í sjó og fjöru. Í bæklingnum kemur fram að til verksins sé rétt að fá vísindastofnun eða aðila með reynslu í faginu. Lýst er nokkrum möguleikum á fyrirkomulagi vöktunar en tekið fram að nánari útfærsla er háð aðstæðum og umhverfisáhættu á hverjum stað. 

Umhverfisstofnun vonast til þess bæklingurinn auðveldi rekstraraðilum að semja vandaðar vöktunaráætlanir.

Í starfsleyfum fyrirtækja eru ýmis ákvæði um losun starfsleyfishafa. Hér er ekki um það að ræða heldur hver umhverfisáhrifin eru af losuninni þótt hún kunni að vera innan marka leyfisins.