Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Höfundur myndar: Þórdís Vilhelmína Bragadóttir

Í eftirlits- og viðhaldsferð út í Eldey, sem er friðuð og í umsjón Umhverfisstofnunar, vöknuðu grunsemdir um að í eynni væri að finna sprengju. Málið er í skoðun hjá sérfræðingum Landhelgisgæslunnar. Þegar og ef staðfest verður að um sprengju er að ræða verður skoðað í samráði við Umhverfisstofnun hvernig hún verður gerð óvirk eða fjarlægð. Telja má líklegt að sé um sprengju að ræða að þá sé hún gömul. Eldey var friðlýst sem friðland árið 1974. Í Eldey er að finna eina af stærstu súlubyggðum jarðar og verndargildi hennar því hátt. 

Eftirfarandi reglur gilda um friðlandið:

  1. Bannað er að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofnunar
  2. Skot eru bönnuð nær eynni en 2 km
  3. Bannað er að hafa eyna að skotmarki, hvort heldur er af landi, sjó eða úr lofti
Ljóst er að ef um sprengju er að ræða getur það haft mjög neikvæð áhrif á eyjuna og fuglalíf hennar ef hún springur. Leitað verður allra leiða til að koma í veg fyrir skaða.