Stök frétt

Athygli er vakin á upplýsingafundi um markaðsleyfi og skráningar sæfiefna (biocides). Til sæfiefna flokkast ýmis sótthreinsandi efni til yfirborðsmeðhöndlunar og til nota í matvælaframleiðslu, iðnaði, innan heilbrigðisgeirans og á stofnunum, rotvarnarefni til að tryggja geymsluþol efna eða til varnar vexti örvera (matvæli eru undanskilin), útrýmingarefni t.d. skordýraeyðar, nagdýraeitur og gróðurhindrandi efni sem notuð eru í botnmálningu skipa. Sæfiefni verða háð markaðsleyfi frá Umhverfisstofnun og óheimilt verður að setja á markað Sæfivörur sem ekki hafa slíkt leyfi hérlendis.

Gestafyrirlesarinn Ian Pepper er líffræðingur að mennt og hefur margra ára reynslu í sölu- og markaðsmálum og tæknilegri vöruþróun hjá þremur alþjóðlegum fyrirtækjum á sviði varnar- og sæfiefna. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum og skrifað greinar um evrópsku sæfiefnatilskipunina og skyld málefni.

Fundurinn verður haldin að Borgartúni 35, 6. hæð, 13. desember, kl. 8:30-11:30 

Dagskrá:

  • Umsóknarferli fyrir markaðsleyfi sæfiefna
    Elín Ásgeirsdóttir, Umhverfisstofnun
  • The impact and outcomes of the demands of the BPD, (and now the BPR) on the various sectors of the Biocides Industry, the lessons learnt and experience to date of coping with the changes
    Ian Pepper, Biotactix Consulting Limited,director
  • Fundarstjóri
    Lárus M.K. Ólafsson, SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá Samtökum iðnaðarins í síma 5910100 eða á mottaka@si.is

Að fundinum standa Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins og SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu