Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út Áfanga- og verkáætlun 2011-2015 vegna gerðar vatnaáætlunar fyrir árin 2016-2021. Drög að áætluninni voru í kynningu frá 3. nóvember 2011 til 2. maí 2012. Efnislegar athugasemdir komu frá tveimur aðilum og hefur verið tekið tillit til þeirra. 

Í Áfanga- og verkáætluninni er nýju stjórnkerfi vatnamála lýst og felur það í sér heildstæða og samræmda stjórn vatnamála sem byggir á samvinnu stjórnvalda, stofnana, ráðgjafa, sveitarfélaga, hagsmunaaðila og almennings. Markmiðið er að vernda vatn og vistkerfi þess og hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa þar sem þess er þörf til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Einnig ber að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Í vatnaáætlun verður gerð grein fyrir flokkun vatnshlota, álagi á vatn, vöktunaráætlun, aðgerðaáætlun, efnahagslegri greiningu af vatnsnotkun, öðrum áætlunum og samráði við almenning. 

Athugasemdir