Veitingastaðurinn Nauthóll hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Nauthóll er fyrsta íslenska veitingahúsið til að fá Svaninn en einnig hafa kaffihús Kaffitárs hlotið Svaninn fyrir veitingarekstur. Nauthóll hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á tengingu við náttúruna, hollustu og umhverfismál. Með því að sækja um Svansvottun tekur Nauthóll skrefið til fulls og því gefst nú landsmönnum tækifæri til þess að njóta matar á umhverfisvottuðum veitingastað í fyrsta skipti á Íslandi. Svansvottun veitingastaðarins tryggir að Nauthóll er í fremstu röð veitingastaða hvað varðar umhverfisvitund og þar er unnið markvisst að því að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfi og heilsu.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra afhenti Guðríði Maríu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra Nauthóls, Svansleyfið á veitingastaðnum sjálfum að viðstöddu fjölmenni. Ráðherra óskaði Nauthól til hamingju og hvatti starfsmenn Nauthóls til að vera stolt af árangrinum því með starfi sínu væru þau stuðla að grænna samfélagi og bættum heimi. Svansvottuð fyrirtæki eru ekki bara vaxandi afli í íslensku atvinnulífi heldur eru þau samfélagslega mikilvæg fyrirtæki sem sýna viljan í verki og eru öðrum fyrirtækjum gott fordæmi. Nauthóll hlýtur Svansleyfi númer 22 og bætist þar með í ört stækkandi hóp Svansleyfishafa á Íslandi.
Kröfur Svansins fyrir veitingastaði eru mjög strangar og fjölbreyttar þar sem þær ná til flestra þátta starfseminnar: