Stök frétt

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til frestun á að fella flug utan til og frá ESB/EES svæðinu undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

Mánudaginn 12. nóvember 2012 tilkynnti Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að hún hefði lagt til að fresta gildistöku ákvæða viðskiptakerfis ESB með losunarheimildr hvað varðar kröfur um að flugrekendur skili losunarheimildum vegna losunar CO2 frá flugi til og frá EES ríkja til ríkja utan EES svæðisins þar til eftir næsta aðalfund hjá Alþjóða flugmálastofnuninni (International Civil Aviation Organization - ICAO) haustið 2013.

Ef af verður mun frestunin fela í sér að ekki verður gerð krafa til flugrekenda um að skila losunarheimildum í apríl 2013, vegna losunar CO2 frá flugi til og frá EES ríkja til ríkja utan EES svæðisins   árið 2012. Einnig yrði kröfum um vöktun og skýrslugjöf frestað fyrir ofangreinda losun. Skyldur flugrekenda vegna losunar CO2 frá flugi innan EES svæðisins yrðu óbreyttar og verður ákvæðum viðskiptakerfisins framfylgt hvað það varðar

Vegna þessa vill Umhverfisstofnun vekja athygli flugrekenda á eftirfarandi atriðum:

  • Eins og er þetta aðeins tillaga sem ekki hefur verið samþykkt og tæknilegar útfærslur á framkvæmdinni hafa ekki verið tilkynntar.
  • Tillagan hefur aðeins áhrif á losun CO2 frá flugi til og frá EES svæðinu á árinu 2012
  • Losunarheimildir fyrir losun CO2 frá flugi innan EES svæðisins (þar með talin innanlandsflug og flug milli Íslands og annarra EES ríkja) árið 2012 skal skila í apríl 2013.
  • Losun CO2 frá flugum innan EES svæðisins árið 2012 skal vakta og skila losunarskýrslu þar um fyrir 31. mars 2013.

Umhverfisstofnun mun veita frekari leiðbeiningar um leið og ýtarlegri upplýsingar um útfærslu tillögunar hafa borist frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Frekari upplýsingar: