Stök frétt

Höfundur myndar: Gottskálk Friðgeirsson

Umhverfisstofnun hefur veitt Olíudreifingu ehf. starfsleyfi fyrir nýja olíubirgðastöð í Ísafjarðarbæ. Rekstraraðila er veitt heimild til að reka olíubirgðastöð og taka á móti og geyma í stærsta geymi allt að 1510 m3 af olíu, en þó ekki bensín eða rokgjarnar olíutegundir.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir nýja olíubirgðastöð í Ísafjarðarbæ sem verður staðsett á lóð á svæði sem er kallað Mávagarður og tilheyrir hafnaraðstöðunni í bænum.

Stöðin er þó ekki tilbúin og enn er í gildi undanþága umhverfisráðuneytisins frá 2. júlí s.l. til reksturs gömlu stöðvarinnar. Eitt af skilyrðum hennar var að Olíudreifing sendi stöðuskýrslur til Umhverfisstofnunar um framgang mála við nýju stöðina á tveggja mánaða fresti. Fyrsta skýrslan er komin og má sjá hana á vefsíðu Umhverfisstofnunar fyrir stöðina.

Tillagan var auglýst á tímabilinu 10. ágúst til 5. október 2012. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma. Ekki voru ekki gerðar breytingar á texta leyfisins við útgáfuna frá þeim ákvæðum sem voru í auglýstri tillögu. Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. nóvember 2028.