Stök frétt

Út er komin skýrsla um framkvæmd könnunar á vegum Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á efnanotkun á bílaþvottastöðvum. Bílaþvottastöðvum hefur farið fjölgandi undanfarin ár og þar er oft notað mikið af margvíslegum efnum. Það er hins vegar ekki alltaf ljóst hversu hættuleg þau geta verið eða hver afdrif þeirra verða þegar þeim er skolað í burtu.