Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hélt kynningarfund þann 16. október 2012, þar sem stofnunin kynnti tillögur að viðmiðum og gerð leiðbeininga um hvenær rekstraraðili urðunarstaðar getur losnað undan kröfum um að safna hauggasi. Umhverfisstofnun var falið þetta verkefni að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hefur stofnunin unnið að verkefninu, m.a. í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hægt var að fylgjast með fundinum í gegnum netið og hér að neðan er vefslóð á upptökuna.

Samkvæmt tillögum stofnunarinnar verður starfandi urðunarstöðum skipt niður í fjóra flokka, þar sem urðunarstaðir geta fallið undir og losnað undan kröfum um að safna hauggasi.

  • Urðunarstaðir sem þegar hefur verið lokað eða eru í lokunarferli.
  • Urðunarstaðir sem urða ekki lífrænan úrgang frá og með 16. júlí 2013 (heildarmagn lífræns kolefnis minna en 6% í úrgangi sem fer til urðunar).
  • Urðunarstaðir þar sem heildarmagn til urðunar á rekstrartíma staðarins er minna en 50.000 tonn.
  • Urðunarstaðir þar sem heildarmagn til urðunar á rekstrartíma staðarins er meira en 50.000 tonn, en skv. líkani sem fylgir leiðbeiningum stofnunarinnar nær losun á metani 0,16 Gg/ári að hámarki í sex ár.

Stofnunin gefur þeim sem vilja færi á að senda ábendingar um málið. Þær þurfa að berast á netfangið ust@ust.is fyrir 1. nóvember 2012. Stefnt er að því að gefa leiðbeiningarnar út í nóvember n.k.