Stök frétt

Umhverfisstofnun vill vekja athygli á verkefni sem Norræna ráðherranefndin býður út en verkefnið felur í sér úttekt á sambandinu á milli Svansins og Umhverfismerki ESB. Verkefnið er liður í vinnu við að uppfylla framtíðarsýn Svansins til ársins 2015. Úttektin á m.a. að fela í sér samanburð á gjaldskrá þessara tveggja kerfa, samanburð á viðmiðunarreglum í þeim flokkum vöru og þjónustu sem bæði merkin ná til, skoðun á þeim flokkum þar sem mestur árangur hefur náðst og athugun á tengslum annarra kerfa í Evrópu við Umhverfismerki ESB.

Útboðslýsingu er að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar og er tilboðsfrestur til mánudagsins 29. október 2012.

Tilboð óskast send í tölvupósti til Stefáns Gíslasonar, starfsmanns Svanshópsins, á stefan@environice.is, sími 437 2311 / 862 0538.