Stök frétt

Sumarið 2012 stóðu Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður fyrir ljósmyndasamkeppni á friðlýstum svæðum á Íslandi. Megintilgangurinn með samkeppninni var að fræða landsmenn um friðlýst svæði og hvetja þá til að kynna sér svæðin og heimsækja þau. Mörg þessara svæða bjóða upp á mikla möguleika til útivistar og náttúruskoðunar allt árið um kring.

Alls bárust 368 myndir af friðlýstum svæðum víðsvegar af landinu í keppnina. Af þeim voru 20 bestu myndirnar valdar á ljósmyndasýningu sem haldin er í Kringlunni 16 -23 september. Við opnun sýningarinnar voru vinningsmyndirnar kynntar formlega. Dómnefndina skipuðu fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarði ásamt utanaðkomandi aðila.

  • 3. sæti hlaut Óskar Andri Víðisson fyrir mynd sína af húsandapari að vetri til á Laxá í Mývatnssveit
  • 2. sæti hlaut Fred Schalk fyrir mynd sína af Lóndröngum sem eru innan þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
  • 1. sætið hlaut Skarphéðinn Þráinsson fyrir mynd sína af hver við Hveravelli

 

Myndir af vinningshöfunum og sigurmyndunum.