Stök frétt

Deilskipulagsvinna Baark ehf. á Látrabjargi er nú á góðu skriði. Verið er að skrifa skipulagslýsingu sem fjallað verður um í samstarfshópi verkefnisins um miðjan september. Í samstarfshópnum sitja auk fulltrúa Vesturbyggðar og Umhverfisstofnunar, fulltrúar jarða og lóðareigenda ásamt fulltrúa ferðamálastofu.

Búið er að fara í vettvangsferð og ræða óformlega við þá aðila sem voru á staðnum en önnur ferð verður farin nú í september.

Ásamt lýsingunni er einnig verið að vinna frumdrög að lóðarblöðum og hafa fyrstu kort/línur verið dregnar upp á þeim svæðum sem hugmyndir eru um uppbyggingu.

Vegagerðin hefur einnig lýst sig reiðubúna til samstarfs vegna deiliskipulagsvinnunar og gæti slíkt samstarf skilað enn heildstæðara deiliskipulagi en ella.

Skipulagsslýsingin mun birtast hér á umhverfisstofnun.is um leið og hún hefur hlotið formlegt samþykki. Fólk er hvatt til þess að senda inn tillögur og ábendingar.