Stök frétt

null

Umhverfisstofnun hefur útbúið vefsvæði á heimasíðu sinni þar sem lesa má pistla og greinar.

Er vefsvæðinu ætlað að auka aðgengi að greinum og pistlum á stafrænu formi. Allar greinar úr ársskýrslum Umhverfisstofnunar síðustu þriggja ára eru nú aðgengilegar á vefnum. Þar er að finna mikið af efni um umhverfismál á Íslandi, s.s. um náttúruvernd, mengun og skotveiðar. Einnig er þar að finna annað efni, s.s. blaðagreinar og greinar sem birtast aðeins á vefnum. Von er á meira efni, bæði nýju og eldra, á næstunni.