Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Klausturbleikju ehf. á Teygingarlæk, Skaftárhreppi, sem áður var rekin undir heitinu Glæðir ehf.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfi fyrir Klausturbleikju ehf. á tímabilinu 29. maí til 24. júlí 2012. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingatíma.

Fyrir utan orðalagsbreytingar og lítilsháttar samræmingu við önnur nýlega útgefin leyfi og auglýstar tillögur, voru ekki gerðar umtalsverðar breytingar á texta leyfisins við útgáfuna frá þeim ákvæðum sem voru í auglýstri tillögu.

Rekstraraðili fær með starfsleyfinu heimild til að framleiða allt að 90 tonnum af bleikju á ári til manneldis. Leyfið gildir til fiskeldis en nær ekki til slátrunar.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. september 2028.