Stök frétt

Höfundur myndar: Linda Guðmundsdóttir

Um Verslunarmannahelgina verður haldin sannkölluð barnahelgi í Vatnsfirði. Boðið verður upp á sögustundir, náttúruskoðun fyrir börn, ratleik og lautarferð. Þá verða einnig farnar daglegar fjölskyldugöngur í Surtarbrandsgil. Í fræðslu sinni munu landverðir meðal annars fjalla um Gísla Súrsson, segja frá landnámsmanninum Hrafna-Flóka og kynna börnum á öllum aldri fyrir friðlandinu og náttúrvernd á svæðinu.

Dagskrá

Föstudagurinn 3. ágúst

  • Klukkan 17.00-18.30: Náttúruskoðun með landverði í kjarrinu og fjörunni í kringum Hótel Flókalund fyrir hressa grunnskólakrakka 8 ára og uppúr

Laugardagurinn 4. ágúst

  • Klukkan 15.00- 16.00: Sögustund við Gíslahelli. Sögð verður sagan af Gísla Súrssyni og fá krakkarnir að fara í hellinn með vasaljós.
  • Klukkan 17.00 (Gæti tekið klukkustund): Ratleikur! Hressir krakkar á öllum aldri fá að spreyta sig í að leysa gátur og lesa fróðleik um svæðið.

Sunnudagurinn 5. ágúst

  • Klukkan 15.00: Mælt er með að fjölskyldur skelli sér í lautarferð við Lómatjörn, landvörður mætir á svæðið og segir frá Hrafna-Flóka og hverju því sem fyrir augun ber.

Haldnar verða fjölskylduferðir upp í Surtarbrandsgil laugardag og sunnudag og er mæting fyrir framan Flakkarann (rauða sjoppan rétt hjá Brjánslæk) klukkan 11.00.