Stök frétt

Höfundur myndar: Lárus Kjartansson

Fimm sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar eru nú mættir galvaskir í Grábrókargíga þar sem þeir munu ásamt landverði Umhverfisstofnunar á Vesturlandi vinna næstu daga.

Þau verkefni sem liggja fyrir í Grábrókargígum eru margvísleg en af þeim má nefna frekari merkingar og afmörkun göngustíga en talsvert er um að fólk freistist til að ganga utan stíga og er svæðið mjög viðkvæmt fyrir raski. Að auki munu sjálfboðaliðarnir viðhalda göngupöllum sem eru inni á svæðinu ásamt því að halda áfram með mosaígræðslur fyrri ára í Grábrókarfelli þar sem óprúttnir aðilar hafa skemmt mosa og ritað stafi í gíginn.

Sjálfboðaliðarnir voru kátir við komuna í Grábrókargíga og spenntir að takast á við verkefnin sem bíða.