Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir móttökustöð Sagaplasts ehf. við Rangárvelli, Akureyri.  Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 9. maí  - 4. júlí 2012 en  Umhverfisstofnun bárust engar athugasemdir við hana.  Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Sagaplasti heimilt að taka á móti allt að 900 tonnum af spilliefnum og raf- og rafeindatækjaúrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, pökkunar, annars frágangs og geymslu. Leyfið gildir til næstu sextán ára.