Stök frétt

Höfundur myndar: Þorsteinn Jóhannsson

Óvenju há gildi af svifryki mældust á loftgæðamælistöð Umhverfisstofnunar á Grensásvegi í morgun. Sjónmat á loftgæðum gaf hins vegar ekki til kynna að mikið svifryk ætti að mælast. Við vettvangsrannsókn í mælistöðinni kom í ljós að fluga hafði komist í mælihólf svifryksmælisins. Svifryksmælirinn á að vera vel varinn fyrir skordýrum með fíngerðu vírneti sem aðeins á að hleypa svifryki í gegnum sig. Þetta var hins vegar vel skipulögð fluga með einbeittan brotavilja og var hún að auki dulbúin sem svifryk. Hins vegar náðist flugan á öryggismyndavél eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Flugan var fjarlægð af vettvangi og mælirinn starfar eðlilega núna.