Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Stolt Sea Farm Holdings Iceland hf. við Reykjanesvirkjun en Umhverfisstofnun auglýsti tillöguna á tímabilinu 28. mars til 23. maí 2012 og hún lá frammi á skrifstofu Reykjanesbæjar á sama tíma.

Engar athugasemdir bárust stofnuninni á auglýsingatíma. Haft var samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja um það hvort ástæða væri til að fara nánar yfir mögulegt samstarf vegna þeirrar sameiningar frárennslis sem gert er ráð fyrir við bunustokk Reykjanesvirkjunar (en virkjunin er starfsleyfisskyld hjá Heilbrigðisnefnd Suðurnesja) en í svari kom fram að Heilbrigðiseftirlitið sæi það ekki fyrir sér að ástæða væri til þess. Gerðar voru nokkrar minniháttar breytingar frá tillögunni sem vörðuðu skýrleika og samræmi við lög og reglugerðir og er hægt að kynna sér þessi atriði nánar í greinargerð sem fylgir fréttinni.

Nýja starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 1. júlí 2024.