Stök frétt

Ólafur Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um samspil vatns og jarðvegs í hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu 7. júní kl. 12:10.

Mold er mikilvægur liður í hringrás vatnsins á jörðinni. Jarðvegsvernd er því sérlega þýðingarmikil en Íslendingar eru komnir skammt á þeirri braut að huga að mold í tengslum við vatnsvernd.

Að loknu erindi gefst tími til umræðna en fyrirlestrinum lýkur fyrir kl. 13:00.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Fyrirlesturinn er annar fyrirlesturinn í röð hádegisfyrirlestra sem umhverfisráðuneytið, Landgræðsla ríkisins, Umhverfisstofnun, Veðurstofa Íslands og Vatnafræðinefndin efna til í tilefni af evrópsku ári vatnsins þar sem fjallað er um vatn frá ólíkum sjónarhornum. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tileinkað alþjóðlegum degi jarðvegsverndar, sem er 17. júní næstkomandi.

Auglýsing (PDF)