Stök frétt

Þann 25. maí sl. hélt Umhverfisstofnun kynningar- og umræðufund með fulltrúum atvinnulífs um undanþáguákvæði í frumvarpi til laga um loftslagsmál. Frumvarpið liggur nú fyrir Alþingi og vonir standa til að það verði afgreitt fyrir sumarhlé yfirstandi þings. Ákvæðið sem um ræðir er að finna í 14. gr. frumvarpsins og heimilar Umhverfisstofnun að undanskilja starfsstöðvar frá gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir á viðskiptatímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2020 ef þær uppfylla ákveðin skilyrði og kröfur sem tiltekin eru í greininni. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar fyrirtækja sem undir þetta ákvæði gætu fallið ásamt fulltrúum viðkomandi samtaka. Á fundinum var farið yfir hver þessi skilyrði og kröfur séu og hvernig umsóknarferlinu sé háttað en tímafresturinn til að sækja um að vera undanskilin viðskiptakerfinu er knappur. Jafnframt var rætt um hver væri munurinn á því að vera í viðskiptakerfinu eða vera undanskilin því.

Tengd skjöl