Stök frétt

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012. Í kjölfar auglýsingar um umsóknir um styrki úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra bárust umhverfisráðuneytinu tólf umsóknir frá 15 aðilum að upphæð ríflega 50 milljónir króna. Til úthlutunar voru samtals 28,4 milljónir króna.

Umsóknirnar voru sendar til umsagnar hjá Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði 3. mgr. 11. gr. laga 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002. Í samræmi við úthlutunarreglur fyrir Veiðikortasjóð fékk Umhverfisstofnun álit frá ráðgjafarnefnd um úthlutanir úr sjóðnum en í ráðgjafarnefndinni sitja fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Skotveiðifélags Íslands og umhverfisverndarsamtaka.

 

Ráðuneytið hefur að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og áliti ráðgjafarnefndarinnar um umsóknirnar ákveðið að veita eftirfarandi aðilum styrki úr Veiðikortasjóði: 

 

Farhættir og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla

Náttúrustofa Norðausturlands

3.100.000 kr.

Rannsóknir á lunda 2012

Náttúrustofa Suðurlands

3.160.000 kr.

Vetrarfæða sjófugla á íslenska landgrunninu

Háskóli Íslands ofl.

2.980.000 kr.

Vöktun íslenska refastofnsins

Melrakkasetur Íslands

4.700.000 kr.

Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi

Náttúrufræðistofnun Íslands

1.060.000 kr.

Rjúpnarannsóknir 2012

Náttúrufræðistofnun Íslands

9.700.000 kr.

Vöktun á ungahlutfalli í veiðistofnum gæsa og anda, með aldursgreiningu vængja úr veiði, og vöktun á ungahlutfalli í friðuðum stofni blesgæsa

Verkís

2.200.000 kr.

Gæsabeitarálag á bújörðum

Náttúrustofa Austurlands

1.500.000 kr.