Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til ORF Líftækni hf. fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreytt bygg. Rekstraraðila er heimil frævinnsla og geymsla erfðabreytts byggs í húsnæði að Vörðusundi 1. Heimilt er að vinna með bygguppskeru frá ræktunarstöðum ORF Líftækni hf. Frævinnslan mun nema 3-4 tonn fræja á ári. Gert er ráð fyrir að við vinnslu myndist úrgangur sem nemi um 500 kg á ári. Upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í leyfinu.

Meirihluti ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur lagði til að leyfið yrði veitt. Meirihlutinn taldi umhverfisáhættu ekki aukast umtalsvert við flutning frævinnslunnar. Vinnueftirlitið gerði ekki athugasemdir við upplýsingar í umsókn ORF Líftækni vaðandi heilbrigðissjónarmið um að ekki séu þekkt ofnæmis- og eiturverkun utan ofnæmisviðbrögð (aukið nefrennsli og hnerri) hjá sumum einstaklingum sem stafi þá oftast af sveppagróðri.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið. Leyfisdrög voru send til kynningar hjá Grindavíkurbæ og Umhverfisnefnd Suðurnesja. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur nr. 18/1996 og reglugerðar nr.276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára.

Tengt efni