Stök frétt

Hreyfing og útivera hefur góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu en flestir Íslendingar verja bróðurparti dagsins innandyra. Er eitthvað hægt að gera til að auka útiveru Íslendinga og um leið almenna vellíðan?

Þessari spurningu reyna Umhverfisstofnun og Landlæknisembættið að svara á málþingi undir yfirskrifitinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga?

Markmið málþingsins er að velta upp sameiginlegum flötum mismunandi aðila sem stuðlað geta að aukinni hreyfingu og útiveru landsmanna.

Málþingið verður haldið miðvikudaginn 16. maí á Grandhótel, Sigtúni í Hátegi A. Smelltu á myndina hér að neðan til að skoða dagskránna.

Smelltu á myndina til að skoða dagskránna