Stök frétt

Umhverfisstofnun vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar Stöðvar 2 um reikninga til Nesskeljar. Í fréttinni var því haldið fram að stofnunin hefði sent Nesskel reikning vegna afturköllunar áminningar og afsökunarbeiðni. Það er ekki rétt. Stofnunin sendi engan reikning fyrir afturkölluninni né heldur fyrir afsökunarbeiðninni. 

Reikningur hafði farið út vegna áforma um áminningu og áminningu sem var send út vegna mistaka áður en þau uppgötvuðust. Sá reikningur var gerður ógildur og hefði verið endurgreiddur hefði greiðsla borist. 

Stofnunin bendir á að fréttastofa Stöðvar 2 hafði ekki samband við Umhverfisstofnun við vinnslu fréttarinnar.