Stök frétt

Ef þú ert verðandi foreldri eða íhugar slíkt þá er vert að staldra við og skoða þau efni sem þú kemst í snertingu við daglega. Sum þessara efna sem eru í ýmsum algengum neytendavörum geta nefnilega haft skaðleg áhrif á barnið. Ný rannsókn  hefur leitt í ljós að konur ættu að reyna að minnka snertingu sína við þessi efni og þá sérstaklega efni sem sýnt hafa hormónaraskandi verkun. Á grænn.is er að finna góð ráð fyrir óléttar konur til að lágmarka snertingu við varasöm efni dags daglega. Þar er einnig fjallað um nýja kynningarherferð í Danmörku sem tekur á sama málefni og nefnist Klar til storken.