Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur áminnt Nesskel á Króksfjarðarnesi og krafist úrbóta vegna tveggja frávika sem komu í ljós við eftirlit. Fyrirtækinu var veittur frestur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og tækifæri til þess að bregðast við athugasemdunum.

Frávikin sem áminnt var fyrir

  1. Rekstraraðili á eftir að meta umhverfisástand botns á svæðum þar sem heimilt er að vera með línur sbr. gr. 3.2 í starfsleyfi.
  2. Fyrirtækið á eftir að gera áhættumat og viðbragðsáætlun sbr. gr. 4.4 í starfsleyfi.

Umhverfisstofnun veitir Nesskel frest til 16. apríl til þess að skila inn staðfestingu á að bætt hafi verið úr framangreindum frávikum. Sinni Nesskel ekki tilmælum Umhverfisstofnunar innan tilskilins frests er stofnuninni heimilt að ákveða fyrirtækinu dagsektir allt að upphæð 500.000 krónur á dag þar til úr er bætt.

Tengt efni